Hugleiðingar veðurfræðings
Það hefur verið kalt á landinu síðustu vikur og lítil breyting verður þar á í dag. Spáð er fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu og frost á þeim slóðum. Stöku skúrir eða él sunnantil og hiti þar um eða yfir frostmarki. Í kvöld og nótt er síðan búist við hægviðri, það rofar allvíða til og kólnar enn frekar, tveggja stafa frosttölur gætu látið á sér kræla á sumum stöðum á norðanverðu landinu.
Á morgun er hins vegar breytinga að vænta í veðurlagi. Þá gera spár ráð fyrir að gangi í ákveðna suðaustanátt með slyddu eða rigningu síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu og hlýnandi veðri.
Á laugardag er síðan stíf sunnanátt í kortunum með súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin, hiti fer væntanlega yfir 10 stig þar í hnjúkaþey á völdum stöðum. Spá gerð: 18.04.2024 06:46. Gildir til: 19.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu og vægt frost. Stöku skúrir eða él sunnantil og hiti 0 til 6 stig.
Hægviðri í kvöld og nótt, rofar allvíða til og kólnar.
Vaxandi suðaustanátt á morgun, 8-13 síðdegis með slyddu í fyrstu en síðar rigningu sunnan- og vestanlands, en hægari og þurrt fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 18.04.2024 09:19. Gildir til: 20.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan 10-18 með súld og rigningu, en hægari og þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 sig.
Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 og rigning framan af degi, en þurrt austanlands. Styttir upp eftir hádegi og dregur úr vindi. Hiti 5 til 10 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Á miðvikudag:
Hæg suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað og dálítil væta á vestanverðu landinu. Vaxandi vestanátt með rigningu vestantil um kvöldið. Kólnar í bili.
Spá gerð: 18.04.2024 08:02. Gildir til: 25.04.2024 12:00.