Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning klukkan 12:36 um 24 metra langt fiskiskip sem hafði steytt á skeri á Breiðafirði um 1,3 sjómílur ANA af Stykkishólmi. Skipið er 61 brúttótonn að stærð og er staðsett um 1,5 sjómílu frá bænum nærri Hvítabjarnarey.
Berserkir, Björgunarsveit Slysvarnarfélags Landsbjargar ásamt björgunarskipinu Björg var kölluð út ásamt eftirlits og sjómælingaskipinu Baldur.
Bátar frá Berserkir ásamt eftirlits og sjómælingaskipinu Baldur eru komnir á vettvang þar sem að Baldur fer með vettvangsstjórn
Fjórir menn eru í áhöfn og veður er gott á strandstað.
Forsíðumyndin er af Þór og TF-Líf, mynd: LHG, en þau tóku ekki þátt í útkallinu
Umræða