Fremur rólegur dagur á höfuðborgarsvæðinu það sem af er, en lögregla hefur sinnt umferðarmálum nokkuð í góða veðrinu. Einn ökumaður reyndist án ökuréttinda, þrír eru grunaðir um ölvun við akstur og einn um ölvun ásamt að vera undir áhrifum fíkniefna. Skráningarmerki voru tekin af fimm ökutækjum vegna vanrækslu á bifreiðaskoðun og/eða greiðslu lögbundinna trygginga.
Þá voru höfð afskipti af ökumanni í Reykjavík, en glöggir lögreglumenn ráku augun í að barn var illa fest í barnabílstól í aftursæti hans. Var viðkomandi skólaður til í notkun slíkra tækja, en fólk virðist eiga misgott með að festa slíka stóla og kemur reglulega til aðstoðar og jafnvel afskipta lögreglu vegna þessa. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi, en þar var peningakassa stolið. Ekki er fyrirliggjandi hvort einhver verðmæti voru í kassanum.
Umræða