Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk burtu af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, stóð upp til þess að halda hátíðarræðu á Þingvöllum.
Fyrr í dag höfðu Píratar ákveðið að sniðganga fundinn vegna þátttöku hennar, þar sem að hún er orðuð við að stunda kynþáttahatur í heimalandi sínu gegn innflytjendum og flóttafólki.
–
,,Brátt hefst þingfundur á Þingvöllum. Sérstakur afmælisfundur vegna 100 ára afmælis samnings um fullveldi Íslands. Þetta ætti að vera hátíðarstund en því miður er þessi fundur sveipaður dökku skýi. Þetta ský er manngert.
Mannhatur, fjandsamleg afstaða til innflytjenda og flóttafólks sem sérstakur gestur og fulltrúi danska þjóðþingsins hefur gerst sek um gerir þessa stund þannig að ég er alveg laus við hátíðarskapið.
Ég mæti þó, af virðingu við starf mitt, land mitt og þjóð. Engin helgislepja, ekkert annað en það að þetta er þingfundur og mér finnst ótækt að mæta ekki. Þetta er ekki heiðurssamkoma danska fulltrúans, heldur heiðurssamkoma fyrir Ísland sem fullvalda ríki.
Ég virði afstöðu þeirra sem ekki mæta. Þetta er mín afstaða og það megið þið vita að síðustu dagar hafa verið hafsjór tilfinninga gagnvart þessu öllu.“ Sagði Helga Vala um fundinn á Þingvöllum í dag.
Bjarni Benediktsson og fleiri stjórnarliðar, lýstu því sem dónaskap að sýna andúð gegn heiðursgesti ríkisstjórnarinnar Piu Kjærsgaard.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að það væri Alþingi mikill heiður að hafa Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana, viðstadda í 100 ára afmælinu
.
Tengsl Íslands og Danmerkur á hundrað ára fullveldisafmælinu voru heiðursgesti ríkisstjórnarinnar, Piiu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, hugleikin á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag.
Fór hún m.a. yfir sögu þjóðanna sem að spanna um 500 ár og nefndi það sérstaklega að sér þætti það leitt að á Íslandi væri ekki töluð almennileg danska eins og áður fyrr en nefndi það að Ísland væri eina ríkið sem að skyldaði börn til þess að læra dönsku í skólum. Fyrir utan danska konungsríkið.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/21/100-ara-afmaelid-a-thingvollum-sidblindingjar-eydilogdu-daginn-eins-og-vid-var-ad-buast/