-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Rauða spjaldið í gær og yfirvinnubann í dag

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ríkisstjórnin fékk rauða spjaldið í gær frá ljósmæðrum og almennum mótmælendum í gær og við bætist að í dag gekk í gildi yfirvinnubann ljósmæðra. Yfirvöld á landsspítala hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og alvarleg staða er uppi á fæðingadeild vegna kjaradeilunnar. 

Mótmæli voru á Austurvelli í gær og voru þingfundur í gangi á sama tíma og því flestir þingmenn og ráðherrar á svæðinu.
Þingheimur komst ekki hjá því að heyra mótmæli fólks vegna þeirrar stöðu sem að uppi er og hefur verið í langan tíma varðandi kjaradeilu milli ríkisins og ljósmæðra.
Mikið af fólki safnaðist saman og mótmælti aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og viljaleysi hennar til þess að semja við ljósmæður en að sögn ljósmæðra hefur ríkið sýnt lítinn áhuga á samningum.
Það er ljóst að ljósmæður hafa mótmælt og látið vel í sér heyra í gær, skilaboðin hafa alveg komist til skila til þingheiims en viðbrögðin þaðan hafa látið á sér standa. Landlæknir hefur m.a. gagnrýnt hve samningaferlið er í miklum hægagangi og undrast það eftir hverju sér verið að bíða eftir. Auk þess sem að á það hefur verið bent að þær uppsagnir sem nú eru komnar, munu að mestum líkindum fáar ganga til baka og hafa lamandi áhrif á starfsemina næstu misseri.
Stofnaður hefur verið m.a sérstakur vefur á facebook sem heitir: Mæður & feður standa með Ljósmæðrum!  þar safnast fólk saman til stuðnings ljósmæðrum. Í gær mætti fjöldi fólks og mótmælti við Alþingishúsið og var ríkisstjórninni gefið rauða spjaldið.


Bent hefur verið á að á sama tímabili hefur það gengið hratt og greiðlega fyrir sig að hækka laun sumra stétta í stjórnunarstöðum hjá ríkinu með allt að 100% hækkunum á launum og í mörgum tilfellum hefur verið um að ræða hækkanir upp á milljón á mánuði og jafnvel milljónir. Það hefur valdið mikilli gremju í þóðfélaginu almennt og m.a. hafa launþegasamtök lýst yfir stríði, opinberlega, við ríkisstjórnina í komandi kjaraviðræðum.

Alþingismenn og ráðherrar hafi sjálfir hækkað um 45% í launum á því tímabili sem að deilan hefur staðið.

Ljósmæður segjast á sama tímabili, einungis mætt hroka og yfirlæti af hálfu ríkisstjórnarinnar og tómlæti þegar að kemur að því að ræða við þær um kjör. Í marga mánuði hefur forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir ekki látið ná í sig vegna málsins og ekki tjáð sig um það fyrr en um helgina. Þau svör sem að hún gaf þá, eftir að hafa forðast eins og heitan eldinn að tjá sig um málið.
Voru þess eðlis, að þau ollu miklum vonbrigðum þeirra sem að treystu á að hinn vinstri sósíalíski formaður og forsætisráðherra væri síðasta hálmstráið til þess að ná vitrænni niðurstöðu í kjaradeilunni. Katrín Jakobsdóttir var algerlega á bandi fjármálaráðherra um að alger ómöguleiki væri á að hækka laun ljósmæðra og að slík hækkun væri uppskrift að óstöðugleika svo fátt eitt sé nefnt sem talið var því til foráttu.
M.a. lét Katrín eftirfarandi orð falla um s.l. helgi á RÚV
,, Og ég er ansi hrædd um það, að ef við horfum á það sem sagan hefur kennt okkur í því  þá eru svona samningar ekki gerðir í tómarúmi. Það er að segja að samningar við eina stétt hafa áhrif á samninga við aðrar stéttir.”  Á það hefur verið bent m.a. í grein hér fyrr í vikunni, þar sem að þeirri spurningu er velt upp, hvort að samningar sem að Kjararáð gerði við aðrar stéttir, hafi verið gerðir í tómarúmi? Jafnframt hvort að samningar við þær stéttir sem að Kjararáð samdi við, eigi þá ekki að hafa áhrif á aðrar stéttir? Forsætisráðherra hefur sagt það sjálf í ríkisútvarpi allra landsmanna að svo eigi að vera, ef ekki, þá virðast orð forsætisráðherrans alveg marklaus.
Mótmælendur mættu með dúkkur og bangsa og gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið. Gjörningurinn með dúkkur og bangsa sem settar voru á tröppur Alþingishússins voru til þess að tákna þau barnslíf sem að ríkisstjórnin er að leggja í hættu með þessari atlögu gegn heilbrigðiskerfinu. Sem sé sama heilbrigðiskerfið og stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir sagði að þyrfti að standa vörð um og halda fjármögnuðu.
Núna er helst spurt hvort að líklegt sé að það verði sett lög á ljósmæður til þess að hamla verkfallsrétti þeirra og kúga þær þannig með nauðung, til samninga sem að þær hafa marg oft lýst yfir að séu algerlega óboðlegir.
https://frettatiminn.is/2018/07/03/ekki-haegt-ad-semja-vid-ljosmaedur-laun-rikisforstjora-haekkud-um-65-105/
Gefum mótmælendum orðið:
,,Ríkisstjórnin, auk um 400 annara ríkisstarfsmanna, þáði nýverið glórulausa launahækkun kjararáðs án nokkurra mótmæla – en talar nú gegn sjálfsögðum kröfum ljósmæðra!
Ríkisstjórn á, samkvæmt henni “góðæristímum”, undir forystu Vinstri grænna – sem lengi hefur talar fyrir bættum kjörum kvennastétta – niðurlægir og nauðbeygir ljósmæður með kulda og yfirlæti.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG undir forystu VG ÞVERNEITAR að verða við þeim SJÁLFSÖGÐU kröfum sem að stéttin, sem aðeins telur rúmlega 270 konur, fer fram á!
Ríkisstjórnin ber EIN ábyrgð á því neyðarástandi sem að skapast hefur á fæðingardeild Landspítalans.
Ríkisstjórnin ber EIN ábyrgð á því að í kjölfarið eru mannslíf beinlínis í hættu og lífi yngstu borgarar landsins, nýfæddra og ófæddra barna teflt á tæpasta vað.
Þessi forkastanlega og ófyrirgefanlega framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart þessari mikilvægu kvennastétt verður EKKI liðin lengur!
Ríkisstjórnin skal nú gera sér grein fyrir því að öll spjót standa að henni og að ábyrgðin er hennar ef að eitthvað fer úrskeiðis á Landspítalanum – og ríkisstjórnin skal gera sér grein fyrir því að það er hennar að mæta kröfum ljósmæðra NÚNA STRAX!
Við bíðum ekki lengur og munum láta heyra VEL í okkur fyrir utan Alþingishúsið á þriðjudaginn kemur!
Við ætlum að fjölmenna og við ætlum EKKI að gefast upp! Þegar að um er að ræða mannslíf og þá sér í lagi líf barna kemur það ekki til greina! ”