Helstu fréttir LRH frá klukkan 05:00-17:00 eru eftirfarandi:
Lögreglustöð 1
-Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 107. Lögregluskýrsla rituð.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 104. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Málið í rannsókn.
-Tilkynnt um þrjá óvelkomna aðila í húsnæði í hverfi 105. Þeim var vísað á brott.
-Tilkynnt um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn kærður fyrir fjársvik. Lögregluskýrsla rituð.
-Einn ökumaður kærður fyrir að aka gegn rauðu ljósi í hverfi 105. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 105. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 2
-Tilkynnt um illa staðsetta bifreið í hverfi 221. Lögregla fór á vettvang og hafði samband við eiganda bifreiðarinnar sem samþykkti að starfsmaður frá Vöku myndi koma á vettvang og fjarlægja bifreiðina.
-Tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 210. Málið í rannsókn.
-Tilkynnt um innbrot á vinnusvæði í hverfi 221. Málið í rannsókn.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 221. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 3
-Tilkynnt um ökumann sem hafði valdið umferðarslysi í hverfi 111. Ökumaðurinn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.
-Skráningarmerki fjarlægð af fjórum ökutækjum í hverfi 200. Bifreiðarnar voru ótryggðar og/eða óskoðaðar.
-Skráningarmerki fjarlægð af fjórum ökutækjum í hverfi 201. Bifreiðarnar voru ótryggðar og/eða óskoðaðar.
-Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa ekið á 57 km/klst hvar hámarkshraði er 30 km/klst.