,,Íslendingar eru ekki aumingjar en þeir eru það ef þeir ætla að kjósa fjórflokkinn aftur“
Guðmundur Franklín Jónsson leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins flutti sannkallaða eldræðu í dag og ræddi um sjálftöku flokkana á Alþingi upp á milljarða. Þá segist hann ekki taka neitt mark á könnunum Gallup og útskýrir hvers vegna.
Óðaverðbólga er handan við hornið
Fólk á Íslandi þarf að vinna margfalt meira en áður til að ná endum saman og óðaverðbólga er handan við hornið, á meðan er útgerðinni gefin hundruði milljarða á hverju ári án þess að greiða krónu fyrir hlunnindin og það í 40 ár. Veiðigjöldin hrökkva ekki fyrir kostnaði sem þjóðin er að greiða með útgerðinni og þá sé stórútgeðinni leyft að brjóta lög með sinn mann sem sjávarútvegsráðherra.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Hér að neðan má hlusta á þáttinn:
Umræða