Sunnudaginn 15.8.2021 fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um mann sem fallið hafði í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Viðbragðsaðilar frá lögreglu, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru þegar á vettvang.
Maðurinn fannst meðvitundarlaus í sjónum og endurlífgun bar ekki árangur. Um er að ræða karlmann á fertugsaldri.
Lögreglan á Suðurnesjum vil ítreka að sjóböð á fyrrnefndum stað eru stranglega bönnuð.
Umræða