Helstu tíðindi frá lögreglu frá því klukkan 17:00 til 05:00 í morgun eru þessi skv. dagbók:
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um þjófnað út sameign fjölbýlishúss í hverfi 105.
Strætóbílstjóri óskar eftir aðstoð vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni í vagninum hans en bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Lögreglumenn náðu að vekja einstaklinginn of hélt hann í kjölfarið sína leið.
Tilkynnt um eld í bifreið í hverfi 101. Átti ekki við rök að styðjast.
Bifreið stöðvuð í hverfi 105 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105.
Bifreið stöðvuð í hverfi 101 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt um rafhlaupahjólaslys í hverfi 108, en þar hafði einstaklingur fallið í jörðina. Fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér.
Bifreið stöðvuð í hverfi 105 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögreglustöð 2
Bifreið stöðvuð í hverfi 220 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Höfð afskipti ölvuðum einstakling sem bregst illa við og veitist að lögreglumönnum. Handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 210.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 109.
Einstaklingur óskar aðstoðar lögrelgu í hverfi 201 eftir að ekið var á hann en ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Ekki vitað um alvarleika áverka.
Við eftirlit á skemmtistað í hverfi 200 kom í ljós að fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér.
Tilkynnt um rafhlaupahjólaslys í hverfi 111 en þar hafði einstaklingur fallið af hjóli og eitthvað slasaður eftir. Fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Lögreglustöð 4
Bifreið stöðvuð í hverfi 110 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt um innbrot í skóla í hverfi 112