Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi norðaustanátt í dag, 10-18 m/s síðdegis. Þessu fylgir talsverð rigning norðan- og austanlands og jafnvel mikil rigning á Austfjörðum en þar er veðurviðvörun er í gildi. Hægari vindur og bjart veður suðvestanlands. Á morgun er útlit fyrir hvassa norðaustanátt á landinu og rigningu, einkum austantil og þar má áfram gera ráð fyrir talsverðri eða mikilli úrkomu. En á Suðvestur- og Vesturlandi styttir væntanlega upp eftir hádegi. Hiti 5 til 13 stig, mildast suðvestanlands.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðaustan 10-18 m/s með rigningu í dag, talsverð eða mikil úrkoma austanlands. Hægari vindur og yfirleitt þurrt og bjart suðvestantil.
Hvöss norðaustanátt og rigning á morgun, einkum austanlands, en úrkomulítið suðvestantil.
Hiti 5 til 13 stig. Spá gerð: 18.09.2023 03:57. Gildir til: 19.09.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Austfirðir
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s, en hægari með kvöldinu. Lítilsháttar rigning á Norður- og Austurlandi, en annars léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s og smáskúrir eða él, hvassast austast, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn, mildast syðst, en líkur á næturfrosti.
Á föstudag:
Norðankaldi rigning austanlands, skúrir eða él norðan, en annars þurrt að kalla. Fremur svalt í veðri.
Á laugardag (haustjafndægur):
Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hlýnar dálítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir stífa norðaustanátt með rigningu, einkum austantil.
Spá gerð: 18.09.2023 07:59. Gildir til: 25.09.2023 12:00.