Ríkisstjórn Donald Trump mun reka embættismenn sem hafa kynt undir ritskoðun í Bandaríkjunum segir J.D. Vance, varaforsetaframbjóðandi Trumps, í þætti Shawn Ryan (sjá að neðan).
Varaforsetaframbjóðandi Donald Trump, J.D. Vance lofar að reka þá embættismenn sem reyndu að knýja fram ritskoðun á samfélagsmiðlum. Fréttamiðillinn Þjóðólfur.is vakti athygli á málinu.
Þetta loforð verður efnt á næsta kjörtímabili Trumps verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Vance segir:
„Já, við munum reka fólkið sem stundaði ritskoðun. Við munum reka fólkið sem segir Mark Zuckerberg og öllum öðrum tæknifyrirtækjum að þeir verði að ritskoða. Við munum reka 50 leyniþjónustumenn sem héldu því fram, að fartölva Hunter Biden væri rússnesk falsfréttaaðgerð.”
Allir ritskoðarar ríkisins verða sviptir embætti
J.D.Vance heldur áfram:
„Margt af þessu fólki er enn með öryggisvottun. Tökum öryggisleyfið af hverjum einasta manni. Spörkum hverjum einasta manni. Þú er ekki hægt að ljúga til að öðlast traust fólksins, ljúga að bandarísku þjóðinni í pólitískum tilgangi. Það er skömm og fólk verður að takast á við afleiðingarnar.”
Ný ríkisstjórn Trump mun einsetja sér að stuðla að tjáningarfrelsi. Bandamönnum Bandaríkjanna verður tilkynnt, að krafa sé um að tjáningarfrelsi ríki. Vance segir:
„Evrópulönd ættu að deila bandarískum gildum, sérstaklega varðandi slík grundvallaratriði sem tjáningarfrelsið er.”