Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu í Kollafirði í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa.
Verkefni áhafnanna var að finna „níu skipverja“ sem saknað var á svæðinu. Æfingin fór þannig fram að þrír léttbátar frá hvoru varðskipi voru sjósettir og leitað var að gúmmíbjörgunarbát, með fimm dúkkum, sem komið hafði verið fyrir af séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar á Kollafirði. Að auki var leitað að fjórum dúkkum sem fundust í fjörum í Þerney og Álfsnesi.
Aðstæður til leitar voru afar krefjandi þar sem vindur gustaði yfir 30 hnúta og nokkur vindbára var einnig. Áhafnirnar leystu verkefnið með sóma við snúnar aðstæður.
Meðfylgjandi myndir tóku þeir Guðmundur St. Valdimarsson og Garðar Rafn Nellett.
Sex léttbátar varðskipanna tóku þátt í æfingunni.Gúmmíbjörgunarbáturinn fundinn.Nokkur vindbára var á svæðinu.Verkefni áhafnanna var krefjandi.Léttbátur af varðskipinu Tý sjósettur.Aðstæður voru krefjandi.Áhafnir að störfum.Vindur gustaði yfir 30 hnúta í Kollafirði meðan á æfingunni stóð.Varðskipið Þór.