Einn var fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstungu í Austurbergi í Breiðholti um eittleytið í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið árásarmanninn og málið er í rannsókn. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í viðtali við Rúv.
Í frétt DV segir að maðurinn hafi verið stunginn í magann fyrir utan Breiðholtslaug. Samkvæmt heimildum hljóp hann svo inn í anddyri laugarinnar og árásarmaðurinn í átt að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Discussion about this post