Frjáls markaður metur rétt verð, 247.840 krónur fyrir aðgang að þorski við Ísland en ekki 10.620
Meðalverð fyrir þorsk í leigu kvótahafa til leiguliða eru 247.840 krónur tonnið að meðaltali á þessu fiskveiðiári en viðmiðunarverð síðasta mánaðar var 261,35 kr/kg. samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Útgerðarmenn sem hafa tímabundinn rétt, eitt ár í senn, til að braska með og leigja eða selja sameign þjóðarinnar, án þess að vera lögmætir eigendur eða hafa nokkra eignarheimild að auðlind þjóðarinnar, sameign okkar allra.
Alþingi metur þorskinn á 10,62 kr/kg
Meta sem sagt að rétt gjald fyrir aðgang að auðlindinni séu 247.840 krónur á hvert kíló af þorski ef miðað er við meðaltalsverð þegar mikið framboð er af þorski.
Þetta er það verð sem hinn frjálsi markaður metur að sé rétt verð fyrir aðgang að auðlindinni, Þeir sem starfa í greininni, handhafa kvótans og eru sérfræðingar, finna út að þetta sé rétta verðið fyrir þá sem ekki hafa heimild til þess að veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta er verðið sem kvótahafar sem fá afnot af veiðiheimildum eitt ár í senn, meta að sé rétt leigugjald fyrir afnotin.
Umboðsmenn þjóðarinnar, alþingismenn og ráðherrar sömdu fyrir hönd þjóðarinnar um að rétt gjald fyrir þjóðina væru 10,62 krónur fyrir hvert kíló af þorski. Miðað við verð Alþingis, fengi þjóðin 2.148.064.092 krónur í leigu en búið er að koma inn einhverjum bókhaldsbrellum til að útgerðin geti lækkað heildarleiguna niður með einhverjum bókhaldsráðum m.t.t. kostnaðar ofl.
50.129.605.440 krónur til þjóðarinnar eða 2.148.064.092 krónur?
Ef eigandi veiðiheimildanna, þjóðin, ríkissjóður, innkallaði t.d. bara þorskinn, eina tegund af tugum, og leigði hana til skipa á því verði sem hinn frjálsi markaður metur að sé rétt verð samkvæmt skráðum verðum hjá Fiskistofu. Þá þyrfti að greiða þjóðinni liðlega fimmtíu milljarða í veiðigjöld, eða samtals 50.129.605.440 krónur fyrir 202.266 tonn af þorski. Þau veiðigjöld sem verið er að greiða í dag, eru ekki sögð duga til að borga fyrir kostnað ríkisins vegna sjávarútvegsins, í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna fyrir allar fisktegundir. Hér að ofan erum við aðeins að tala um eina fisktegund, takið eftir því og segjum bara að þjóðin sem leigusali, gefi 50% afslátt af leigunni og fengjum þá „bara“ 25 milljarða slétta í tekjur af einni tegund, það væri nú hægt að gera eitthvað fyrir það!
Handhafi kvótans fær 1.411 milljónir í vasann í kvótabraski en ríkissjóður 60 milljónir
Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa 5.696 tonn af veiðiheimildum í þorski verið leigðar milli útgerðarmanna í 284 viðskiptum fyrir 1.411 milljónir króna. Meðalverðið er 247,84 kr/kg. Liðnir eru tveir og hálfur mánuður af kvótaárinu, þetta kemur fram á vef Fiskistofu og bb.is vakti athygli þjóðarinnar á þessum viðskiptum. Til viðbótar greiðir sá sem nýtir kvótann til veiða 10,62 kr/kg af þorski. Samtals fær ríkissjóður 60,4 milljónir króna í veiðigjald fyrir 5.696 tonn af þorskveiðiheimildum sem hafa verið leigðar milli aðila. Samanlagðar greiðslur fyrir veiðiréttinn eru 258,46 kr/kg eða 1.471 milljón króna.
Skiptast greiðslurnar þannig að handhafi kvótans fær 1.411 milljónir króna og ríkissjóður 60 milljónir króna.