Viðskiptabankarnir á Íslandi hafa verið undir smásjá neytendasamtaka og samkeppniseftirlits sem og dómstóla undanfarin misseri vegna vaxta sem þekkjast hvergi nema hér á landi og voru ákveðnir einhliða af bönkunum.
Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telur einnig að íslenska bankakerfið starfi fyrst og fremst í þágu stórhagsmuna en ekki almennings. Þetta kemur fram í könnun sem fram fór á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus hjá útvarpsstöðinni en í þessari könnun var spurt:
Telur þú að íslenska bankakerfið starfi fyrst og fremst í þágu stórhagsmuna en ekki almennings?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já: 91%
Nei: 6%
Hlutlaus: 4%
Umræða

