Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-15 m/s og él, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Bætir í vind og úrkomu á morgun. Norðaustan 13-20 síðdegis og hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi. Éljagangur norðantil, snjókoma eða slydda austanlands, en áfram þurrt um landið suðvestanvert. Hiti kringum frostmark. Spá gerð: 18.12.2019 11:54. Gildir til: 20.12.2019 00:00.
Gular viðvaranir vegna veðurs er hægt að sjá hér
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustanátt, víða á bilinu 10-15 m/s, en 15-20 um landið norðvestanvert og einnig á Suðausturlandi um kvöldið. Slydda eða snjókoma norðan- og austanlands og hiti kringum frostmark. Rigning eða slydda um tíma sunnantil á landinu með hita 1 til 6 stig, en þurrt þar síðdegis.
Á laugardag:
Hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Þurrt að kalla um landið suðvestanvert. Hiti víða nærri frostmarki, en allt að 5 stiga hiti sunnan heiða.
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Hvöss norðaustanátt framan af degi með snjókomu, slyddu eða rigningu norðan- og austanlands, en áfram þurrt suðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (Þorláksmessa):
Norðaustanátt með éljum eða slydduéljum norðan- og austanlands, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti um og yfir frostmarki.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil snjókoma eða slydda á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti 0 til 4 stig. Stöku él í öðrum landshlutum og vægt frost.
Spá gerð: 18.12.2019 09:11. Gildir til: 25.12.2019 12:00.