Eldgos er hafið á Reykjanesskaga.
Gos hófst á Reykjanesskaga fyrir stundu. Staðsetning liggur ekki fyrir á þessari stundu en samkvæmt heimildum er gosið við varnargarðana við Svartsengi.
Verður uppfært: Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Það sést á vefmyndavéĺum og virðast vera staðsett nærri Hagafelli
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega.
Öflug hrina jarðskjálfta hófst á Reykjanesskaga um klukkan 21 í kvöld. Hrinan er enn í fullum gangi og er bundin við kvikuganginn sem liggur norður af Grindavík.
Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærsti skjálfti hrinunnar hafi mælst 4,2 að stærð. Hann reið yfir klukkan 21:03.