Hugleiðingar veðurfræðings
Smálægðir og lægðadrög á sveimi við landið og fremur hæg suðvestlæg átt ríkjandi. Þurrt að kalla norðaustanlands, en annars staðar él á víð og dreif. Vaxandi vestanátt og efnismeiri él seint í kvöld og nótt, einnig áfram á morgun, en úrkomulaust að kalla eystra. Dregur heldur úr vindi og éljum annað kvöld. Frost víða 0 til 7 stig, en frostlaust með suðurströndinni.
Á miðvikudag er búist við lægðardragi frá Grænlandhafi, sem hreyfist norðaustur yfir landið. Hvessir þá talsvert úr austri og fer að snjóa, en hlýnar jafnframt þ.a. rignir við suðurströndina. Þegar lægðadragið er komi yfir Norður- og Austurland, snýst í stífa vestan- og norðvestanátt með éljagangi og kólnar í veðri.
Spá gerð: 18.12.2023 06:30. Gildir til: 19.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él, en bjart með köflum norðaustanlands. Líkur á snjókomu um tíma suðaustantil framan af morgni.
Vestan 8-15 og él í nótt og á morgun, hvassast sunnantil, en bjart með köflum eystra. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld.
Frost víða 0 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina. Spá gerð: 18.12.2023 03:57. Gildir til: 19.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestan og norðvestan 8-15 m/s og él, en þurrt að kalla austantil. Úrkomuminna síðdegis. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á miðvikudag:
Gengur í austlæga átt, 8-15 m/s með snjókomu, en slyddu eða rigningu syðst og heldur hlýnandi veðri. Snýst í norðan- og norðvestanátt með éljagangi seinnipartinn og kólnar aftur.
Á fimmtudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s og éljagangur eða snjókoma, en bjart með köflum sunnan heiða. Talsvert frost.
Á föstudag (vetrarsólstöður), laugardag (Þorláksmessa) og sunnudag (aðfangadagur jóla):
Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum víða um land, en bjartviðri syðra. Harðnandi frost.
Spá gerð: 17.12.2023 20:04. Gildir til: 24.12.2023 12:00.