Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
400 km A af Hvarfi er vaxandi 989 mb lægð sem fer NA og síðar N. Yfir A-verðu Íslandi er 1015 mb hæðarhryggur sem þokast A. SA af Hjaltlandseyjum er 994 mb lægð sem fer SA og grynnist. Samantekt gerð: 19.01.2023 15:23.
Veðurhorfur á landinu
Hvessir og hlýnar í kvöld og nótt. Suðaustan 15-23 m/s seint í nótt og snjókoma á köflum sunnan- og vestanlands, en síðar rigning á láglendi. Snýst í sunnan 10-18 kringum hádegi á morgun með talsverðri rigningu, en úrkomuminna á Norður- og Austurlandi. Hiti víða á bilinu 5 til 10 stig síðdegis á morgun. Spá gerð: 19.01.2023 18:29. Gildir til: 21.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 8-13 m/s í kvöld, þykknar upp og dregur úr frosti. Gengur í suðaustan 15-23 seint í nótt með slyddu og síðar rigningu og hlýnar. Snýst í sunnan 10-15 fyrripartinn á morgun með rigningu, talsverð úrkoma um tíma eftir hádegi og hiti þá 6 til 9 stig. Spá gerð: 19.01.2023 18:29. Gildir til: 21.01.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Dálítil él eða skúrir á vestanverðu landinu með hita 0 til 5 stig. Hiti 5 til 10 stig á austurhelmingi landins, auk þess rigning suðaustantil fram eftir degi. Bætir í vind og él vestanlands um kvöldið og hiti þá víða kringum frostmark á landinu.
Á sunnudag:
Suðvestan 13-20 og él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Vestan og suðvestan 3-8, en 8-13 um landið norðanvert. Víða þurrt og bjart veður. Frost 3 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 5-13. Rigning eða slydda sunnanlands og hiti 1 til 5 stig. Snjókoma norðantil á landinu og frost 0 til 5 stig þar.
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestanátt og víða bjartviðri. Frost 0 til 6 stig. Spá gerð: 19.01.2023 09:27. Gildir til: 26.01.2023 12:00.
https://gamli.frettatiminn.is/19/01/2023/vidvorun-vegna-vedurs-i-kvold-nott-og-i-fyrramalid-lokanir-og-ofaerd/