-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Tillaga ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts um 2%, gengur ekki upp og hugað er að verkföllum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tillaga ríkisstjórnarinnar um lækkun skatts um 2%, til lægst launuðu, ganga ekki upp og hugað er að verkföllum

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögur stjórnvalda í skattamálum í fjármálaráðuneytinu klukkan fimm í dag.
Lækkun neðra þrepsins í staðgreiðslu verði þannig að, lækkun á tekjuskatt verði 2% á laun þeirra lægst launuðu eða undir 325.000 krónum sem að skilar 6.666 krónum í lægri skatta hjá þeim hópi á mánuði. Tekjuskattur launa sem að eru lægri en 325 þúsund krónur á mánuði verður 32,94 prósent. Skattleysismörkin verða 159.174 krónur á mánuði en krafa launþega er að lægstu laun verði skattfrjáls.
Bjarni sagði að verið væri að spila út því svigrúmi sem að væri til staðar af hálfu ríkisins og að viðsemjendur hefðu tekið misjafnlega í það á fundum í dag.
Lægstu laun sem að krafa er um að verði 425.000 krónur, verða ekki skattlaus eins og krafa er um af launþegahreyfingum og virðist vera himinn og haf á milli viðsemjenda í þessum efnum en kröfur launþegahreyfinga eru víðtækar og ná ekki bara til breytinga á skattkerfinu.
Fundað var með fulltrúum vinnumarkaðarins í  í Stjórnarráðinu og ljóst er að forystumenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur urðu fyrir vonbrigðum með tillögurnar og eru farnir að huga að verkfalli.

https://www.fti.is/2019/02/19/vilhjalmur-birgisson-rauk-ut-af-fundi-rikisstjornarinnar-stjornvold-gera-ser-ekki-grein-fyrir-alvarleika-stodunnar/