2.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Tilkynnt um líkamsárásir í Reykjavík

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Þrír menn réðust á mann
Tilkynnt var um líkamsárás á Seltjarnarnesi eftir miðnætti í gær, þrír menn réðust á mann og veittu honum áverka. Árásaraðilar voru flúnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Árásarþola var ekið á Bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um ástand hans að svo stöddu.

Rétt fyrir eitt í nótt var ung kona, í annarlegu ástandi, handtekinn í miðborginni. Konan er grunuð um líkamsárás og neitaði að gefa lögreglu nafn eða kennitölu. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Skömmu síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás á sama svæði þar sem maður var laminn ítrekað í höfuðið með flösku. Árásaraðili var flúinn af vettvangi. Sjúkralið kom á vettvang og skoðaði áverka og taldi ekki þörf á bráðaflutningi. Maðurinn kaus að fara með leigubifreið á Bráðadeild.