7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Grunaður um líkamsárás og vistaður í fangaklefa

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Helstu tíðindi frá lögreglu s.l. sólarhring: 17:00-05:00

Lögreglustöð 1

 • Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105. Einn einstaklingur handtekinn grunaður um árásina og er hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
 • Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 101. Lítið tjón á bifreiðum og engin meiðsli á fólki.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 101 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 210 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Lögreglustöð 2

 • Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 221. Einhver meiðsli en ekki vitað um alvarleika. Báðar bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 220 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
 • Húsráðandi íbúðar í hverfi 221 óskar eftir aðstoð lögreglu en þegar hann kom að heimili sínu var búið að brjótast inn í íbúðina og skemma mikið af innbúinu.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 221 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
 • Höfð afskipti af einstakling sem er grunaður um vörslu fíkniefna.

Lögreglustöð 3

 • Tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 200.
 • Óskað eftir aðstoð lögrelgu á veitingastað í hverfi 201 vegna einstaklings sem var til vandræða inni á staðnum.
 • Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 109.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 200 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglustöð 4

 • Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 112. Grunaði laus að lokinni skýrslutöku.
 • Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110, en samkvæmt tilkynnanda var um bílveltu að ræða. Ekkert frekar skráð í málið.
 • Bifreið stöðvuð í hverfi 112 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.