7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Lögreglan rannsakar mannslát

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Á sjöunda tímanum í morgun var lögreglan kölluð að húsi í þingholtunum. En þaðan barst kvörtun um hávaða og háreysti frá íbúð í húsinu. Þegar lögregla kom á staðinn reyndust þrír menn vera í íbúðinni. Einn þeirra var meðvitundarlaus og með litlum lífsmörkum.

Sjúkrabíll var þegar í stað kallaður til. Lögregla hóf strax endurlífgun sem hélt áfram þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Stuttu seinna var maðurinn úrskurðaður látinn á bráðamóttöku Landspítalans. Tveir menn voru handteknir á staðnum og fluttir í fangageymslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Lögreglan mun ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.