Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur.

Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni. Annan daginn í röð er frétt um þetta í blaði dagsins. Ég vona og geri eiginlega kröfu eða ósk um að þetta verði upphafið að greinarflokki um þessi efni.
Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum.
Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008.
MÁ ÞETTA BARA????