Lögreglumenn í eftirlitsferð á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi í nótt eftir að þeir urðu elds varir. Byrjað var að loga í sólpalli og klæðningu hússins sem er viðarhús þegar lögreglumennirnir sáu reyk stíga upp af húsinu, skv. frétt sem að birtist fyrst á Rúv.
Lögreglumennirnir brugðust hratt við, vöktu fólkið og héldu eldinum í skefjum þar til slökkvilið kom á staðinn og réði niðurlögum hans. Fólkið var sent á sjúkrahús til skoðunar í öryggisskyni en því hafði ekki orðið meint af.
Talsverður fjöldi fólks er á Ísafirði vegna hátíðarhalda helgarinnar en nóttin var að mestu tíðindalaus, fyrir utan eldinn.
Talsverður fjöldi fólks er á Ísafirði vegna hátíðarhalda helgarinnar en nóttin var að mestu tíðindalaus, fyrir utan eldinn.
Umræða