EuroJackpot stefnir í 8,5 milljarða næsta föstudag
Enginn var með fyrsta vinning í EuroJackpot á föstudaginn langa og stefnir því í sexfaldan pott í næstu viku! Þrír heppnir miðahafar hljóta þó annan vinning og fá rúmlega 92 milljónir króna í páskavinning. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Póllandi og Finnlandi. Þá voru níu miðahafar með 3. vinnig og fær hver þeirra 10,8 milljónir króna. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Tékklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Finnlandi.
Enginn var með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker í kvöld en tveir heppnir hljóta 2. vinning. Hvor vinningshafi fær 100 þúsund krónur fyrir en miðarnir voru keyptir hér á lotto.is og N1, Ísafirði.
Umræða