Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar í dag sem hófst nú klukkan 11.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Þórólfur sagði að þetta séu 2 hópsýkingar, sem komu upp á Jörfa, þar sem 36 hafa smitast, þar af 14 börn. Smitið má rekja til veitingahúss á höfuðborgarsvæðinu. Hitt smitið tengist matvælafyrirtæki eins og fram hefur komið. Í báðum sýkingum má rekja þær til þess að óvarlega var farið hjá einstaklingum sem áttu að vera í sóttkví. Ekki hefur enn verið ákveðiðð hvort sóttvarnaraðgerðir verði hertar.
Umræða