Forsætisráðherra furðar sig á háum launum bæjarstjórans í Kópavogi sem hefur 300.000 kr. hærri laun en hún sjálf
Forsætisráðherra furðar sig á háum launum bæjarstjórans í Kópavogi sem er með um 300.000 kr. hærri laun en hún sjálf. Við fluttum fréttir af því í vikunni mánaðarlaun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hækkuðu um 612.000 krónur í fyrra og námu laun hans um 2,5 milljónum króna, í stað um 1,9 milljóna á mánuði árið áður
Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var þá spurð hver laun hennar væru og þá sagðist hún halda að þau væru u.þ.b. 2,2 milljónir. eða litlu lægri en laun bæjarstjórans. Komu þessi ummæli fram í Víglínunni í dag þar sem að þáttarstjórnandinn spurði hvort að það væri ekki óeðlilegt að bæjarstjóri Kópavogs væri með áttföld lágmarkslaun? En laun Katrínar eru þá um sjöföld lágmarkslaun.
Fyrir um hálfu ári síðan þá flutti Katrín Jakobsdóttir ræðu við upphaf þings og gagnrýndi þar stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra og lýsti því yfir að ekki væri hægt að biðja fólk um að bíða eftir réttlæti þegar að kæmi að kjaramálum. Nú er hún sjálf forsætisráðherra og enn bíður fólkið í landinu en þegar að kemur að kjaramálum, þá eru það einmitt þeir sem að sitja á Alþingi sem að hafa fengið að undanförnu 45% hækkun ofan á ofurlaun sem að skila eins og í tilfelli Katrínar Jakobsdóttur, sjöföldum árslaunum þeirra sem lægstu launin hafa.
Íslendingar hafa um allt land, m.a. á Facebook verið að deila áskorunum til Katrínar Jakobsdóttur um að fara nú að gera eitthvað í því að jafna kjör hjá landsmönnum. Mikill munur er á lægstu og hæstu launum eins og þekkt er. En Katrín var hörðust í gagnrýni sinni á ójöfnuð fyrir kosningar og áður en hún varð sjálf forsætisráðherra. En netheimar hafa logað vegna þess að þar er talið að himinn og haf sé á milli orða hennar og efnda í þessum efnum.
Fyrir kosningar sagði Katrín Jakobsdóttir „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði stjórnarandstæðingurinn, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún sagði þáverandi ríkisstjórn gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Á sama tíma dygðu lægstu laun ekki til framfærslu og fólk á lægstu launum væri beðið um að vera þakklátt fyrir 20 þúsund krónur því hlutfallslega væri það ekki lítið.
Katrín vísaði í orð Martins Luthers Kings um að það að bíða með réttlæti jafngilti því að neita fólki um réttlæti. Hún sagði að stjórnmálamenn mættu aldrei vísa í ríkjandi kerfi til að rökstyðja bið eftir réttlæti, frekar ættu þeir að breyta kerfinu. Hún sagði að annars væri hætta á að traust fólks á lýðræðislegu samfélagi myndi minnka.
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir kosningar, staðan er aftur á móti þannig núna að félög launþega hafa lýst yfir stríði við stjórnvöld vegna kjara, vaxtaokurs, verðtryggingar ofl.
Katrín Jakobsdóttir svaraði forystu launþega fullum hálsi og lýsti undrun sinni á hörkunni.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/05/forsaetisradherra-islands-er-tvisaga/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/12/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/