Hugleiðingar veðurfræðings
Óvenju kröpp og djúp lægð miðað við árstíma siglir norðnorðaustur Grænlandshaf og Grænlandssund næsta sólarhring. Skil lægðarinnar valda allhvassri eða hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, en síðar skúrum er þau fara norðaustur yfir landið. Yfirleitt hægari vindur og úrkomulaust fyrir austan. Fremur hlýtt í veðri í dag, einkum austantil, en kólnar síðan heldur.
Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris og snarpra vindhviða eru í gildi fyrir norðvestanvert landið. Ferðamenn eru því hvatttir til að aka varlega þar um, einkum ef ekið er með aftanívagna.
Ekkert lát virðist á vætutíðinni fyrir sunnan og vestan næstu daga, en ætti þó að haldast þurrt lengst af norðaustanlands.
Spá gerð: 19.05.2023 06:25. Gildir til: 20.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í sunnan og síðar suðvestan 13-20 m/s með rigningu eða súld, en skúrum síðdegis, hvassast norðvestantil. Bjart með köflum og lengst af þurrviðri fyrir austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Suðvestan 13-18 og skúrir eða dálítil rigning á morgun, en hægara og þurrt að kalla norðaustantil. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 19.05.2023 04:47. Gildir til: 20.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 8-18 m/s, hvassast á Austurlandi. Rigning eða skúrir, en yfirleitt úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig, mildast norðaustantil, en kólnar undir kvöld með slydduéljum vestanlands.
Á mánudag:
Vestan og suðvestan 5-13 og allvíða skúrir. Hiti 4 til 11 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 með rigningu og síðar skúrum, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 14 stig, mildast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og víða líkur á skúrum eða slydduéljum. Hiti 2 til 9 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt og yfirleitt þurrt. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 19.05.2023 08:36. Gildir til: 26.05.2023 12:00.