2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Hlutfall kjörinna kvenna í sveitarstjórnum 47%, það hæsta til þessa

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 
Kosið var til 72 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum. Bundin hlutfallskosning var í 56 sveitarfélögum þar sem 99% allra á kjörskrá voru búsettir og 198 framboðslistar boðnir fram. Þar af var sjálfkjörið í einu sveitarfélagi þar sem aðeins einn listi var í boði. Kosning var óbundin í 16 sveitarfélögum þar sem 1% kjósenda var á kjörskrá. Á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 voru 247.943 eða 71,2% landsmanna.
Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum kosninga til sveitarstjórna sem fram fóru 26. maí 2018.
Kosningaþátttaka í þeim sveitarfélögum þar sem kosning fór fram var 67,6%, heldur meiri en þátttakan 2014 (66,5%) sem er sú dræmasta til þessa. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla og var hún breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjósenda. Þátttaka nýrra kjósenda sem sökum aldurs voru að kjósa í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum var 51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 18%, rúmt 51% meðal norrænna kjósenda en 15% meðal annarra erlendra ríkisborgara.
Gild atkvæði voru 162.587. Auðir seðlar voru 4.225 og aðrir ógildir 774 eða samanlagt 3.0% greiddra atkvæða.
Tala frambjóðenda í sveitarfélögum þar sem kosning var bundin var 3.482, 1.797 karlar (51.6%) og 1.685 konur (48,4%). Voru kjörnir 420 sveitarstjórnarmenn í þessum sveitarfélögum en 82 í sveitarfélögum þar sem kosning var óbundin. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 266 karlar eða 53,0% og 236 konur eða 47,0%. Hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra. Í kosningunum var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 41% höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2014.
Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 – Hagtíðindi