UPPFÆRT:
Dorgveiðikeppnin frestast til miðvikudags. Veðurguðirnir virðast ekki ætla að vera með okkur í liði í dag en líklegast á miðvikudag. Keppnin verður sem sagt haldin miðvikudaginn 23. júní í stað mánudagsins 21. júní.
Hlökkum til að sjá ykkur og það vonandi í brakandi blíðu á miðvikudag.
Hin árlega og ofur vinsæla dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar verður haldin mánudaginn 21. júní. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30 – 15, er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.
Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2021 og hægt að fá færi og beitu á staðnum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur um gæslu af sjó. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár.
Hér má sjá myndband frá keppninni sumarið 2020 – (1) Facebook