Matvælastofnun varar við notkun á borðbúnaðarsetti ( STO Bamboo Baby Set Rainforest) fyrir börn frá Nature Planet, vegna þess að flæði melamíns og formaldehýðs úr vörunni er yfir mörkum. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska viðvörunarkerfi RASFF.
Vörumerki: Nature Planet
Vöruheiti: STO Bamboo Baby Set Rainforest
Strikamerki: 5708476123814
Framleiðsluland: Kína
Dreifing: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, minjagripaverslun.
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir að koma með hana í minjagripasölu garðsins við fyrsta tækifæri eða farga henni. Ef frekari upplýsinga er þörf má senda tölvupóst á postur@husdyragardur.is
Ítarefni:
- Fréttatilkynning Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Innkallanir á vefsíðu Matvælastofnunar
- Neytendavakt Matvælastofnunar
Umræða