Helstu tíðindi frá lögreglu 19. júní 05:00 til 17:00. Alls eru bókuð 90 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
- Óskað aðstoðar vegna slyss í hverfi 108, en þar hafði aðili fallið af rafskútu og rotast við. Sá var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild LSH til aðhlynningar.
Ökumaður sektaður fyrir að aka um á nagladekkjum í hverfi 108, en sá reyndist einnig vera próflaus.
Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 101, er þar hafði aðili sparkað í hreðjar annars manns.
Ökumaður sektaður fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi í hverfi 105.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og vörslu fíkniefna í hverfi 105. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýna- og vettvangsskýrslutöku. - Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 220, en þar var ekið á starfsmann bensínstöðvar. Starfsmaðurinn hlaut minniháttar áverka.
- Óskað aðstoðar vegna vinnuslyss í hverfi 109, en þar hafði starfsmaður dottið og fengið áverka á fæti.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 203, en sá hafði orðið valdur að umferðarslysi. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. - Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 110.
Umræða