Hákarlar réðust á börn, dreng og stúlku, bæði voru flutt slösuð á sjúkrahús
Tvö börn voru bitin af hákörlum á Long Island í gær, að sögn yfirvalda á staðnum.
Talsmaður Islip bæjarfélagsins, sagði að fórnarlömbin hefðu verið bitin á ströndunum, Atlantik Beach og Sailors Haven, sem eru í um fjögurra og hálfs kílómetra fjarlægð frá hvor annari, atburðurnir áttu sér stað um hádegið í gær.
Skv. skýrslum sem að hafa verið teknar vegna málanna, var annað fórnarlambið 13 ára gamall strákur, sem að hrasaði úti í sjónum þar sem að hann var á ströndinni og var honum bjargað af nærstöddum aðila sem varð vitni að árás hákarlsins.
Fyrstu aðilar á vettvangi gerðu að sárum drengsins á staðnum en á fótleggjum hans voru bitför eftir tennur hákarlsins. Drengurinn var svo fluttur með sjúkrabíl á Southside sjúkrahúsið.
Philip Pollina sagði við NBC að dóttir hans væri mitti djúpt í vatni á Sailors Haven ströndinni, þegar hún byrjaði að öskra. Hann sagði að hún hefði fengið djúpan skurð á fótlegginn áður en nærstaddur maður í sjónum bjargaði henni og kom með hana upp að ströndinni, þaðan sem hún var flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Faðirinn sagði að þetta væri mjög óraunverulegt, þar sem að þau hefðu oft komið á ströndina og aldrei vitað til þess að þar væru hákarlar.
Bæjarfélagið Islip hefur nú lokaði öllum ströndum vegna mögulegrar hættu á að hákarlar ráðist á gesti á baðströndunum. Síðasta hákarlárásin á Long Island var árið 1948, og var um að ræða eina af sjö árásum í New York ríki síðan árið 1670, engin þeirra reyndist banvæn.