Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins mjög alvarleg
Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu á Landspítala og öðrum fæðingarstöðum, í kjölfar uppsagna ljósmæðra og yfirstandandi yfirvinnuverkfalls, hafa stjórnendur Landspítala ákveðið eftirfarandi.
Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala verður nú lokað og verður starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A föstudaginn 20. júlí.
Frá og með mánudeginum 23. júlí falla fyrstu reglubundnu ómskoðanir þungaðra kvenna niður. Ljósmæður sem sinnt hafa þeirri þjónustu munu hverfa til annarra starfa í fæðingarþjónustu. Um er að ræða ómskoðun sem fer yfirleitt fram milli 11. og 14. viku meðgöngu og er í raun fyrsta fósturgreining. Önnur fósturgreining stendur verðandi foreldrum til boða eftir sem áður, ásamt tilfallandi bráðaskoðunum.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/18/rikisstjornin-fekk-rauda-spjaldid-i-dag-fra-ljosmaedrum-og-motmaelendum/