Guns N’ Roses mætir með 1.300 tonn af búnaði og meira til
Tónleikar rokkhljómsveitarinnar Guns N’ Roses, fara fram á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 24. júlí og verður um að ræða stærstu tónleika á Íslandi, fyrr og síðar.
Sviðið á Laugardalsvelli verður 65 metrar og sérstakt gólf verður verður lagt yfir grasvöllinn til þess að vernda undirlagið á vellinum. Ekkert verður til sparað í ljósabúnaði eða hljóði og fluttar verða inn eldvörpur og reyksprengjur. – Fréttatíminn verður að sjálfsögðu á staðnum.
Mikið umfang er varðandi búnað hljómsveitarinnar og vegur hann um 1.300 tonn samtals og kemur í 21, 40 feta gámum, auk þess sem trailer-vagnarnir, sem fluttir eru í sjófrakt, eru 16 talsins. Þá verða 100 tonn af búnaði flutt með flugfrakt. Skv. fréttatilkynningu frá TVG-Zimsen, sem sér um að flutninga á búnaði.
„Það er mikið gleðiefni að eiga áframhaldandi samstarf við TVG-Zimsen um flutning á búnaði fyrir þessa stórtónleika. Tímaáætlun og skipulag eru lykilatriði í viðburðaflutningum sem þessum og sérfræðingar þeirra hafa ávallt staðið sig frábærlega varðandi skipulagningu og framkvæmd flutninga.“ Segir Friðriki Ólafsson, framkvæmdastjóra Solstice, í fréttatilkynningu.
Solstice Productions stendur að tónleikunum og hefur TVG-Zimsen haft samstarfi við fyrirtækið í tengslum við Secret Solstice-tónlistarhátíðina s.l. tvö ár. Tónleikar Guns N’ Roses verða sannarlega stærstu tónleikar sem farið hafa fram á Íslandi,“ segir jafnframt tilkynningu frá TVG-Zimsen