Mið­flokkurinn orðinn stærri en Sam­fylkingin og Vinstri grænir

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,0% og minnkaði um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. Fylgi Pírata mældist 14,9% og hélst nær óbreytt frá síðustu mælingum. Þá jókst fylgi Miðflokksins um um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mældist nú 14,4%.
.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9% samanborið við 40,2% í könnun júnímánaðar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,0% og mældist 22,1% í síðustu könnun. Frá því Bjarni Benediktsson tók við formennsku vorið 2009 hefur fylgið hrunið úr 37% niður í 19% ef mið er tekið af þesari nýjustu könnun MMR.
.
  • Fylgi Pírata mældist nú 14,9% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
    Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,4% og mældist 10,6% í síðustu könnnun.
    Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,5% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
    Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
    Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,5% í síðustu könnun.
    Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,4% og mældist 7,7% í síðustu könnun.
    Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
    Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
    Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.1907 FylgiLagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar
  • 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar
  • 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar
  • 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði „einhvern hinna“ í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 77,4% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (5,6%), myndu skila auðu (7,5%), myndu ekki kjósa (2,5%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (6,5%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.
  • Þróun yfir tíma1907 Fylgi tímiStuðningur við ríkisstjórnina1907 StudningurUpplýsingar um framkvæmd:Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
    Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
    Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
    Svarfjöldi: 2031 einstaklingur, 18 ára og eldri
    Dagsetning framkvæmdar: 4. til 17. júlí 2019
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?