Ferðamaðurinn sem var sóttur að gosstöðvunum af þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær er látinn.
Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum í viðtali við rúv.is, missti maðurinn meðvitund vegna veikinda á gönguleiðinni að gosstöðvunum.
Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Umræða