Bifreið var stöðvuð á Miklubraut eftir hraðamælingu þar sem að hámarkshraðinn er 60 km. Ökumaðurinn sem að ók á 126 km. hraða, var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Um klukkan tvö í nótt ætluðu svo lögreglumenn að stöðva för ökutækis nærri miðbænum en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst eftirför. Ökumaðurinn hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og var þá sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn komst undan en var handtekinn síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Ofbeldi
Klukkan 22:20 var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði þar sem kona slær mann í höfuðið með glasi. Hlaust af mikil blæðing og árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Árásaraðilinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Upp úr átta í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp / slys á Suðurlandsvegi við Rauðhóla 110. Bifreið hafði verið ekið útaf og valt. Ökumaðurinn var mikið slasaður og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Loka þurfti veginum meðan unnið var á vettvangi. Ekki er vitað frekar um meiðsl ökumannsins.
Annað
23:40 Bifreið stöðvuð í hverfi 107. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.
00:12 Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki ( bílaleigu ), hverfi 101. Stolið bíllyklum og bifreið.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.
19:01 Tilkynnt um umferðaróhapp, búið að aka á 3 bifreiðar á bifreiðastæði við fjölbýlishús í Breiðholti 109. Íbúar höfðu stöðvað aksturinn. Tjónvaldur (ofurölvi kona) var handtekinn meðan upplýsinga og sýnataka fór fram á lögreglustöð.
21:47 Bifreið stöðvuð í Breiðholti 109 eftir hraðamælingu. 63/30 km/klst. Ökumaðurinn játaði brot sitt.
23:30 Bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut 200 eftir hraðamælingu. 125/80 km/klst. Ökumaðurinn játaði brot sitt.