Látið ekki kúga ykkur til hlýðni og notið atkvæðin ykkar
Íslenskt fiskveiðikerfi er komið á nákvæmlega sama stað og einokunarverslun dana var hér á árum áður. Konungsútgerð og vistband, léns herrar á hverju landshorni sem sjúga arðsemina alla úr fiskimiðum þjóðarinnar og um leið gera allt til þess að halda þjóðinni, eigendum auðlindana frá nýtingu þeirra. Siðleysið er svo mikið að það nær nýjum hæðum ár frá ári.
Ef óbreyttur almúgamaður hyggst sækja í sýna eigin auðlind þá skal það gert með því að greiða lénsherrunum háa leigu fyrir aðgengið og skal sú leiga endurnýjuð árlega svo að arðsemin renni öll í sömu vasa lénsherrana. Villuljós byggðarkvótans er augljóst , arðurinn rennur allur til lénsherrana sem sitja hver í sínu horni og nudda saman fingrum og gleðjast yfir því hvernig þeir geti komist upp með það að taka allan arð til sín án þess svo mikið að setja bát á veiðar. Lénsherran gleðst líka á hverju kvöldi þegar hann hugsar til þess hvernig hann er með meirihluta alþingis Íslendinga í vasanum, sama vasa og hann setur arð þjóðarinnar í.
Hann nýtir sér þá þingmenn sem hann er með í vasa sýnum til þess að koma í veg fyrir það að þjóðin fái mannsæmandi aðgengi að sýnum eigin auðlindum. Ef það er raunin að hægt sé að fá byggðarkvóta á móti eldislaxi þá ætti þjóðin að láta á það reyna hvað mikill byggðarkvóti fæst á móti hverri gæs sem veiðimaður skýtur, hverju krækiberi sem týnt er, hverri rollu sem bóndi hefur á fjalli og svo mætti lengi telja.
Mannréttindi íslenskra þjóðfélagsþegna eru fóti troðin
Mannréttindi íslenskra þjóðfélagsþegna eru fóti troðin á hverjum degi hér í þessu landi. Sá raunveruleiki sem hér er við lýði er ekkert öðrvísi en hér fyrr á öldum þar sem þjóðin var kúguð af einokun lénsherrana. Það er komið nóg. Hér er linkur inn á umsögn smábátafélagsins Hrollaugs vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um strandveiðar, byggðarkvóta,bætur og fleira. Takið þessa umsögn og sendið hana inn í samráðsgáttina. Takið umsögnina inn í þau smábátafélög sem þið tilheyrið og gerið hana að ykkar.
Látið ekki kúga ykkur til hlýðni hvar sem þið eruð og notið atkvæðin ykkar hvar sem þið þurfið að nýta ykkur kostningarrétt ykkar til að kjósa almannahag til heilla. Lýðræðið vill varla þessa lénsherra til að halda þjóðinni frá nýtingu auðlinda sinna.Síðasti dagur er í dag til umsagna við frumvarpið sem miðar að því að viðhalda einokunarnýtingu fiskimiða okkar handa útvöldum lénsherrum (Sægreifum).
Þingmaður stígur fram – ,,Það stóð til að ræna þessari nýju auðlind fyrir framan nefið á þjóðinni!!!“
https://gamli.frettatiminn.is/thingmadur-stigur-fram-thad-stod-til-ad-raena-thessari-nyju-audlind-fyrir-framan-nefid-a-thjodinni/