Frumsýning á grínmyndinni Northern Comfort var á föstudag og var vel sótt. Myndin er íslensk, amerísk, og skartar flottum leikurum og er vel gerð í alla staði og er stórskemmtileg og kómísk grínmynd.
Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvilltur á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn… og fljúga!..
Þetta er frábær grínmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og ekki skemmir fyrir hvað poppið er æðislega bragðgott í Bíó Paradís.
- Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
- Handrit: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Tobias Munthe, Halldór Laxness Halldórsson
- Aðalhlutverk: Björn Hlynur Haraldsson, Lydia Leonard, Timothy Spall, Ella Rumpf, Emun Elliott, Rob Delaney, Sverrir Gudnason
Umræða