Peningahreinlæti
,,Það er ekki nóg að vera á Gráum lista, það þarf líka að upplýsa mann um hvar best er að þvo peninga hér á landi, besta verðið og besta þjónustan?“
Þetta þarf ég að fá að vita áður en ég drukkna í grútskítugum peningum. Það vill reyndar til að jólin nálgast þá getur maður náð sér í laufabrauðsbox – en þau eru eins og hönnuð til að geyma skítuga skiptimynt.
Hvar eru rannsóknarblaðamennirnir? Hvar er ASÍ? Hvar eru Neytendasamtökin?
F. h. Samtaka áhugafólks um persónuvernd sem helst ekki notar kredítkort og langar ekki til að skilja rafræna slóð eftir sig alla leið í Bónus og aftur tilbaka.“ Segir Þráinn Bertelsson á fasbókarvef sínum um sína óhreinu peninga sem þarfnast þvottar.
Umræða