Fyrir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson sagði af sér formennsku í flokknum, mátti greina mikla óánægju með gengi flokksins og forystu hans.

Guðni Ágústsson var einn þeirra sem hafði þungar áhyggjur af slæmu gengi flokksins sem hefur mælst inn og út af þingi í síðustu skoðanakönnunum og fór sögulega illa út úr síðustu kosningum.
„Aldrei í 109 ára gamalli sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn,“ skrifar hann og bætir við að flokkurinn hafi þó gengið í gegnum marga eldskírnina – en alltaf lifað af.
Segir Guðni Ágústsson í grein í Morgunblaðinu og vandar flokksforustu undanfarinna ára ekki kveðjuna enda hlaut flokkurinn afhroð í síðustu kosningum sem og í skoðanakönnunum undanfarið. Guðni vill greinilega brjóta upp þessa stöðu og hefja flokkinn upp til þeirrar stöðu sem hann var í, hér áður.
„Mörgum framsóknarmönnum finnst forystan ráðalaus og fyrir vikið langt frá því að vera samhent,“ segir Guðni. „Mörgum finnst miklu frekar að flokkurinn hafi yfirgefið þá en þeir flokkinn.“ Og jafnframt:
Sigurður Ingi er nú einn eftir af formönnum fyrri ríkisstjórnarflokka og beri á herðum sér „öll syndaregistrin.- Stórir menn og stórir sigrar hafa borið flokkinn uppi,“ segir Guðni og bætir við að vandinn hafi stundum falist í því að forystan hefur ekki þekkt vitjunartíma sinn.“
„Þið fyrirgefið mér afskiptasemina, góðu samherjar í Framsókn, en ég get ekki orða bundist. Mér þykir jafn vænt um Framsóknarflokkinn og ungmennafélagshreyfinguna og þjóðkirkjuna mína. Guð blessi flokkinn okkar,“ segir Guðni að lokum.
Sigurður Ingi Jóhannsson sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu
Á haustfundi miðstjórnar Framsóknar tilkynnti ég í dag að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á næsta flokksþingi.
Takk fyrir traustið og samstarfið. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni með ykkur.

