Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í á þriðja tímanum í nótt vegna manns sem ógnaði öðrum með haglabyssu.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í á þriðja tímanum í nótt vegna manns sem ógnaði öðrum með haglabyssu. Þetta staðfestir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu ríkisútvarpsins.
Maðurinn átti í illdeilum við aðra menn í hesthúsahverfi við Kórinn í Kópavogi og var sagður sýna af sér ógnandi hegðun. Minnst sjö lögreglubílar mættu á vettvang og lokuðu öllum leiðum inn í hverfið.
Rúma tvo klukkutíma tók að fá manninn til að gefa sig fram við lögreglu. Hann var loks handtekinn og færður í fangageymslur. Hann var í annarlegu ástandi við handtökuna, en lögregla gerir ráð fyrir að taka af honum skýrslu síðar í dag.
Engum skotum var hleypt af byssunni og engir meiddust við aðgerðirnar.