Ungu barni var boðið far frá ókunnugum á leið í skólann í hverfi 107. Barnið forðaði sér inn í skólann og lét starfsmenn þar vita. Lögregla ók um hverfið í leit af gráum fólksbíl sem fannst ekki.
Annað: Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Handtaka og hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Tilkynnt um hávaða berast frá íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 101. Þarna var aðili að hlusta á tónlist og var hann ekki parsáttur við afskiptasemi lögreglu en lofaði að lækka.
Umræða