Kona fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ á níunda tímanum í morgun. Hún hefur verið flutt á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mbl.is greindi fyrst frá. Fulltrúar Rauða kross Íslands og lögreglu eru á staðnum, verið er að kanna málsatvik og þá er starfsfólki og gestum sundlaugarinnar boðin áfallahjálp.
Umræða