Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er fremur hæg sunnanátt í vændum með skúrum eða éljum, en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Í kvöld og nótt nálgast næsta lægð landið og þá hvessir af austri með úrkomu, fyrst syðst á landinu.
Á morgun gera spár ráð fyrir að miðja þessarar lægðar fari yfir landið frá suðri til norðurs. Vindur blæs rangsælis kringum lægðarmiðjuna og áttin verður því breytileg á morgun, stinningskaldi nokkuð víða. Einnig má víða búast við úrkomu og í grófum dráttum má búast við rigningu eða slyddu nærri ströndinni, en meiri líkur á snjókomu inn til landsins.
Á fimmtudag er síðan útlit fyrir að við verðum inni í lægðarmiðjunni, en lægðin verður orðin gömul og flatbotna og því er útlit fyrir rólegt veður um tíma. Síðdegis á fimmtudag eru líkur á vaxandi norðanátt með ofankomu á norðurhelmingi landdins. Spá gerð: 20.02.2024 06:32. Gildir til: 21.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 3-10 m/s í dag og skúrir eða él, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti yfirleitt 0 til 4 stig. Vaxandi austanátt seint í kvöld, víða allhvasst eða hvasst og snjókoma eða rigning í nótt, fyrst sunnantil.
Austlæg eða breytileg átt 8-15 á morgun. Rigning eða slydda með köflum og snjókoma inn til landsins, en dálítil él norðan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark, en allt að 5 stiga hiti við suður- og austurströndina. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 20.02.2024 09:46. Gildir til: 22.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart veður, en stöku él sunnanlands. Vægt frost. Vaxandi norðanátt og fer að snjóa á norðanverðu landinu síðdegis, 10-18 m/s þar um kvöldið.
Á föstudag:
Norðan 10-15 og snjókoma eða él, en að mestu þurrt sunnan heiða. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Norðlæg átt, skýjað með köflum og stöku él suðaustantil. Frost 0 til 10 stig.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, bjart veður og fremur kalt, en þykknar upp við vesturströndina og hlýnar þar.
Á mánudag:
Sunnanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Vestlægari með skúrum eða éljum um kvöldið og kólnar.
Spá gerð: 20.02.2024 07:58. Gildir til: 27.02.2024 12:00.