• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 7. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

,,Á barn að það þurfi að skammast sín fyrir fátækt foreldra sem margir hverjir eiga við veikindi eða fötlun að stríða?''

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
20. mars 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

Þeirra er skömmin

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, bauð fólk velkomið á mikilvægt málþing kjarahóps ÖBÍ sem bar heitið: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Ég segi mikilvægt vegna þess að hér vörpum við kastljósinu á aðstæður tekjulægsta hóps samfélagsins og veltum upp spurningunni hvers vegna stjórnvöld velji þá pólitísku leið að halda fötluðu og langveiku fólki í algjörri örbrigð og fátækt, í stað þess að horfa til jöfnuðar og réttlætis.
Við skoðum kjaragliðnun örorkulífeyris síðustu tíu ára sem hjá þessum hópi skiptir stórum upphæðum. Þá skoðum við skattbyrði örorkulífeyrisþega sem hefur aukist verulega eins og annarra lágtekjuhópa. Að lokum verður fjallað um 28. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en við bindum vonir við að samningurinn verði fötluðu fólki raunverulegt réttindatól.

Er það ljótt og neikvætt?

Ríkistjórn Íslands hefur verið aðgerðarlaus

Hvað er það sem gerir það að verkum að ríkistjórn eftir ríkisstjórn skeytir litlu eða engu um þennan hóp?
Skilja stjórnvöld ekki þá alvarlegu stöðu sem þjóðfélög glíma við þegar fátækt er nærð? Að félagslegur vandi er heimatilbúinn ef ekki er brugðist við með ábyrgum hætti?
Öryrki, fatlaður, fátækur. Þessi orð sem eru svo neikvætt gildishlaðin að enginn vill gangast við þeim, eru eftir sem áður veruleiki margra einstaklinga í dag.
Í gegnum tíðina hefur samfélagið hlaðið neikvæðri merkingu á þessi orð þannig að afleiðingin er sú að sá sem er öryrki og ber fötlun skammast sín, og leitar leiða til að kalla fötlun sína eitthvað annað, svo sem hreyfihömlun, eða sjónskerðingu, lesblindu, adhd, gigt, langvarandi sjúkdóm, bara allt annað en það að auðkenna sig einfaldlega sem fatlaðan einstakling og ég spyr er það ljótt og neikvætt?

Þrátefli við stjórnvöld

Ríkistjórn Íslands hefur verið aðgerðarlaus

Eðli málsins samkvæmt leiðir fötlun oft til þess að einstaklingar missa starfsorku og færni til að stunda atvinnu og jafnvel til að sjá um sig í daglegu lífi. Þá er nú gott að eiga almannatryggingakerfi og jafnvel örlítinn lífeyrissjóð til að bjarga fjárhagnum. Eða er það raunin?
Því miður er það sjaldnast reynslan að fólk geti raunverulega framfleytt sér eða lifað með reisn af þeirri framfærslu sem samtrygging okkar, almannatryggingakerfið og eftir atvikum lífeyrissjóðir, skammta því.
Það er í mínum huga umhugsunarvert að það kerfi sem við komum okkur upp í þeim tilgangi að veita skjól þeim einstaklingum sem fæðast fatlaðir eða fatlast á lífsleiðinni, skuli vera okkar mesta þrátefli við stjórnvöld í dag. Að það sé daglegt verkefni ÖBÍ að berjast við stjórnvöld um að fá kjör fatlaðs fólks leiðrétt og hækkuð þannig að fólk geti dregið fram lífið á örorkulífeyri almannatrygginga.

Fólki er refsað fyrir fötlun

Það er umhugsunarvert að samfélag okkar refsi þeim einstaklingum með skömminni og smánarlágri framfærslu, sem  veikjast alvarlega af jafnvel lífsógnandi sjúkdómi, lenda í slysi með alvarlegum afleiðingum, verða fatlaðir vegna langvarandi álags, á annað hvort eða bæði, líkama og sál, eða einfaldlega fæðast inn í þennan heim fatlaðir.
Þegar ég segi að þessum einstaklingum sé refsað af samfélaginu þá á ég við það að samfélagið er gerandi þegar það lætur veikt og fatlað fólk bera þá þungu sálarbyrði að það sé baggi á samfélaginu, byrði á lífeyrissjóðum.
Að það eigi ekki rétt á aðgengi að samfélaginu eins og aðrir, þar sem hindranir bæði sýnilegar og ósýnilegar eru allstaðar.
Að ungir fatlaðir einstaklingar þurfi að lúta því að vera dæmdir í  fátækt allt lífið ef fjölskyldur þeirra eru ekki ríkar og valdamiklar, heldur oftast bara venjulegt fólk í venjulegu lífi.
Að fullorðnir einstaklingar sem missa heilsu og færni eftir fimmtugt, hafandi verið á vinnumarkaði alla ævi, og auðgað hafa samfélagið t.d. með því að ala börn inn í þjóðfélagið, sinna félagsstörfum og stunda atvinnu, skuli refsað fyrir það eitt að gagnast ekki lengur atvinnumarkaði.
Að fötluðu og langveiku fólki skuli boðið  upp á smánun, sjálfsmynd þess kerfislægt barin niður og það stimplað sem ónytjungar sem ekki nenna að vinna. Slík orðræða viðheldur neikvæðu viðhorfi gagnvart öryrkjum sem upp til hópa eru fatlað og langveikt fólk. Í hvers þágu er svona orðræða?

Hvað er svona ljótt?

Ég átti mjög erfitt, þegar ég kvittaði upp á 75% örorkumat mitt, örfáum mánuðum eftir að ég lamaðist. Ég  skildi ekki fyrr en löngu seinna af hverju mér var það svona þungbært. Svo rann það upp fyrir mér að það að vera öryrki þýddi að ég var stimpluð, verðfelld sem manneskja, og átti það á hættu að vera ekki lengur álitin nýtur þjóðfélagsþegn.
Af hverju er svona ljótt að vera öryrki? Hver setti það á þennan hóp að hann ætti að vera réttminnstur og fátækastur allra í samfélaginu? Hugsi nú hver fyrir sig, hvaða orðræðu og viðhorf erum við alin upp við og viðhöldum? Hverjir mata samfélagið á ömurlegri orðræðu og skapa ljótt viðhorfi í garð öryrkja?

Á barn að skammast sín?

Það er eitthvað að í samfélagsgerð okkar. Það er eitthvað að þegar við smánum börn og látum þau gjalda fyrir það að foreldrar þeirra passa ekki inn í staðalmyndina eða að þau sjálf passa ekki í boxið. Að setja þær byrðar á barn að það þurfi að skammast sín fyrir fátækt foreldra sem margir hverjir eiga við veikindi eða fötlun að stríða, að klína á barn ótal stimplum til að hægt sé að útvega því viðeigandi aðstoð?
Það gagnast ekki barninu að skemma sjálfsmynd þess og því síður samfélaginu. Að fjölskyldur búi við smánun og fátækt og sjálfsmynd þeirra sé barin  kerfisbundið niður getur ekki gagnast neinu þjóðfélagi.

Þeirra er skömmin

Krafa fatlaðs og langveiks fólk um að geta í raun lifað af örorkulaunum frá TR er ekki frekja heldur réttlát sanngirniskrafa. Það er ekki skömm okkar að vera fötluð eða langveik. Það er skömm valdhafa og þeirra sem fjármagninu ráða að stimpla lægsta tekjuhóp samfélagsins með smán og finnast það jafnvel eðlilegt að ekki bara fátækt sé til staðar á Íslandi heldur sé það fatlaðs og langveiks fólks að búa við hana.
Snúum þessu við. Þeirra er skömmin sem láta þetta viðgangast.
Þið öll sem hér eruð, látið í ykkur heyra og hafnið óréttlæti. Þannig leggið þið ykkar af mörkum, þannig eignumst við betra samfélagi fyrir alla.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    14 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    93 deilingar
    Share 37 Tweet 23
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    184 deilingar
    Share 74 Tweet 46
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?