Spá auknum skilnuðum vegna kóróna veirunnar
Ástandið sem veiran hefur skapað, mun ógna bæði nánum samböndum og almennt friði innanlands, segja sérfræðingar. Þeir telja að nokkur einföld atriði geti hugsanlega bætt ástandið eitthvað.
Veiran hefur áhrif á öll stig samfélagsins, líka á pör og fjölskyldulíf.
Nokkrir sérfræðingar um sambúð, kynlífi og hjúskapartengsl segja í viðtali við norska ríkismiðilinn N.R.K að lífið í sóttkví sem margir búi við núna, geti leitt til aukins fjölda skilnaða í Noregi. ,,Ég held að við getum átt von á sprengingu í skilnuðum, ef þetta heldur áfram mikið lengur, segir sálfræðingurinn Frode Thuen.
Frode Thuen sem er prófessor í sálfræði, hvetur fólk til að veita hvort öðru athygli á þessum erfiða tíma. Thuen, sem skrifar sínar eigin greinar um fjölskyldulíf og hjónaböd í Aftenposten, segir að skilnaðartíðni hafi tilhneigingu til að aukast mikið þegar pör þurfa að eyða miklum tíma saman. En veiran geri hlutina enn verri. ,,Þegar við erum í fríi erum við að minnsta kosti í fríi! Enginn hefur valið þetta, svona ástand getur verið mjög erfitt fyrir mörg pör.“
Thuen er studdur af öðrum kollega og sérfræðingi í sömu grein, sálfræðingnum Biancha Schmidt. ,,Það getur orðið sprenging í fjölda skilnaða eftir þetta tímabil. Það getur verið erfitt að bjarga þegar erfiðu sambandi í þessari kreppu, segir Schmidt.
Í Kína og á Englandi er búist við miklum fjölda skilnaða
Spáin frá Thuen og Schmidt virðist vera í góðu samræmi við þá alþjóðlegu mynd sem nú blasir við. Í Kína greinir Global Times frá því að í kínversku borginni Xi’an séu fleiri skilnaðir en nokkru sinni fyrr. Kínverskir sérfræðingar segja einnig frá því að skilnaðarmál hafi hrannast upp hjá lögfræðistofum landsins.
Á Englandi hefur einn þekktasti lögfræðingur landsins varað við auknum fjölda skilnaða í landinu en Lady Shackleton lögmaður, hefur gengið frá skilnuðum hjá t.d. Sir Paul McCartney, Madonnu og Liam Gallagher. „Maður getur aðeins ímyndað sér hvernig ástandið verður þegar fjölskyldur eru lokaðar inni á heimilum sínum í langan tíma,“ sagði Lady Shackleton við Sky News.
Sérfræðiráðgjöf: sýnið tillitssemi
Hvað er hægt að gera til að varðveita sambandið í gegnum Kórona ástandið? Sérfræðingurinn Frode Thuen prófessor í sálfræði, telur málið mikið snúast um samstöðu. ,,Vinsamlegast athugaðu að þetta ástand krefst meira af þér en venjulega. Á sama tíma verður þú að hugsa meira um: „við“ og minna um „ég“
Bianca Schmidt segist eiga mjög annasama daga, meðal annars vegna þess að mörg sambönd séu í erfiðleikum vegna kórona ástandsins. Sálfræðingurinn líkir saman sóttvarnartímanum sem margir upplifa núna við að eignast börn. ,,Við vitum að breytingar á lífi fólks auka hættu á óánægju og sundrungu eins og staðreyndir sýna, en þá geta 10-15% brugðist við breytingum á neikvæðan hátt. Sérfræðingar telja að það gæti verið skynsamlegt að ræða hvert við annað um tilfinningarnar sem tengjast ástandinu, því viðbragðsmynstur í kreppuástandi sem þessu, geti verið mjög mismunandi.
,,Þegar við erum stressuð og verðum fyrir óvæntum þrýstingi, eitthvað sem er öðruvísi en venjulega, breyting á venjum, þá bregðumst við oft öðruvísi við. Ef það er breyting á viðbragðsmynstri okkar, þá geta orðið til vandamál. Einn verður mjög hræddur og lokar sig af, á meðan hinn vill tala um sambandið eða annað, þá verður togstreita. Þarfirnar eru svo mismunandi. Þegar á allt er litið verða til átök þegar við erum öll svo ólík, segir Schmidt.