Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun hún leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hildur var i fyrsta sæti í prófkjörinu sem fór fram um helgina. Alls kusu 5.545 í prófkjörinu.
Hildur var með 2.603 atkvæði í 1. sætið, sem eru 47 prósent greiddra atkvæða. Í öðru sæti varð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir með 2.257 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Kjartan Magnússon varð þriðji sæti með 1.815 atkvæði í 1. – 3. sæti.
Marta Guðjónsdóttir lenti í fjórða sæti, Björn Gíslason í því fimmta og Friðjón R. Friðjónsson endaði í sjötta sætinu. Helgi Áss Grétarsson hreppti sjöunda sætið, Sandra Hlíf Ocares það áttunda en í níunda sætinu er Jórunn Pála Jónasdóttir .
Nánari sundurliðun atkvæða má sjá hér
Umræða